144. löggjafarþing — 126. fundur,  10. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[17:34]
Horfa

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Já, það er vonandi, forseti, að þessi orðræða um hina sönnu Íslendinga á móti fulltrúum annarlegra hagsmuna, sem braust fram í þeim atburði sem hér varð þegar hv. þm. Karl Garðarsson sá sig knúinn — það ber að þakka honum fyrir það, virða hann sem mann að meiri eins og sagt er við slík tækifæri — eftir nokkuð langan tíma og nokkuð margar litlar ræður, að biðjast afsökunar á brigslum sem jöðruðu við landráðabrigsl. Það er auðvitað kominn tími til að við skellum hurðum á þann sið í Íslandssögunni að gera þetta, sem stafar sennilega af því hve landið er lítið og hve okkur er hætt við minnimáttarkennd gagnvart útlendingum.