144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

viðvera ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum og samningar um þinglok.

[10:20]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Þetta er auðvitað með ólíkindum og verður að gera athugasemdir og mótmæla því að þessum dagskrárlið sé breytt með nokkurra sekúndna fyrirvara. Þingmenn sem eru að koma í salinn og ætla að bera upp ákveðnar fyrirspurnir til ákveðinna ráðherra komast að því að þeir verða ekki viðstaddir. Það hljóta að vera einhverjar skýringar sem ríkisstjórnin hefur á þessari framkomu við þingmenn. Ég óska eftir þeim. Það er algert lágmark að menn útskýri hvernig það geti borið til að menn forfallist með svo skömmum tíma í þennan dagskrárlið. Ég óska eftir því að skýringum frá ríkisstjórninni verði komið til þingmanna. Þetta er óásættanlegt.