144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[15:04]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er fegin að heyra það án þess að það fari á milli mála að hæstv. forsætisráðherra á sér dyggan aðdáanda hér í þingsal. Eitthvað held ég þó að hv. þingmaður hafi setið undir öðrum ræðum en ég, eða eitthvað heyrir hann öðruvísi en ég. Ég hef ekki heyrt neinn tala um að ekkert hafi gerst í þessum málum frá 2012. Ég hef ekki heyrt nokkurn einasta mann í þessum sal, sem tekið hefur til máls og hefur fagnað þessu, verið að taka einhverja rós af ríkisstjórninni fyrir að ganga til þessara samninga. Ég skil ekki ástæðuna fyrir því að hv. þingmaður tekur svona til orða.