144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[15:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Það virðist nú vera þrautreynt að þeir sem ráða hér ríkjum, ríkisstjórnin og forseti Alþingis, eru ekki tilbúnir til að ljúka þingstörfum þó að það sé að verða hálfur mánuður síðan þeim átti að ljúka. Ég vil því taka undir það sem hv. þm. Katrín Júlíusdóttir sagði: Við biðjum vinsamlegast um að forseti þingsins setji af stað nýja starfsáætlun þannig að við getum unnið hér venjuleg þingstörf. Þá getum við til dæmis rætt það ófremdarástand sem ríkir í heilbrigðiskerfinu og ríkir gagnvart BHM. Þeir sem eru hæstir í heilbrigðiskerfinu (Forseti hringir.) segja að ástandið sé orðið óþolandi. Tökum nú upp venjulega starfshætti hér á þinginu þannig að hægt sé að ræða þetta (Forseti hringir.) sem og önnur veigamikil mál þjóðfélagsins.