144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:19]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er sammála hv. þm. Jóni Þór Ólafssyni og ítreka að ég held að sé alveg laukrétt að þessir peningar mega ekki fara í umferð. Uppistaðan af þessu umframfjármagni má ekki vera til og ef það fer í umferð skapar það hérna verulegan efnahagslegan óstöðugleika. Hvað þyrfti að gerast til þess að þetta fjármagn mætti fara í umferð án þess að skapa efnahagslegan óstöðugleika? Það mætti til dæmis ef hagkerfið hefði vaxið. Það mun vonandi vaxa um segjum 2–3% á ári. Ef það gerði það í 20 ár mundi það tvöfalda sig að stærð, þá gæti það hugsanlega tekið við öllu þessu fjármagn á 20, 30 ára tímabili. Það mundi ekki valda efnahagslegum óstöðugleika. Það þarf að auka peningamagn í umferð þegar hagkerfi stækkar. Það mætti nota þetta fé til þess. Ég held að sé bara miklu einfaldara að eyða þessu fé á reikningum Seðlabankans þannig að það hverfi og við séum ekki að horfa á þessi undarlegheit í reikningum Seðlabankans. Það er alveg óþarfi. Þetta eru ekki raunverulegir peningar.