144. löggjafarþing — 127. fundur,  11. júní 2015.

stöðugleikaskattur.

786. mál
[16:45]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Það er eitt sem ég gleymdi að nefna hérna áðan og það er að velmegunin sem við getum staðið frammi fyrir aftur á móti er í formi þess að við borgum upp skuldir og það er ekki bara velmegun fyrir okkur. Við megum ekki vera gráðug núna, við verðum að borga upp þessar skuldir vegna þess að þegar við borgum upp skuldirnar þá erum við að hætta að velta þessum skuldum inn í framtíðina til komandi kynslóða. Það er eitt af því stóra og mikilvæga í þessu máli (Forseti hringir.) sem ég vildi að kæmi skýrt fram.