144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lagasetning á kjaradeilur.

[13:45]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Við þingmenn minni hlutans getum auðveldlega sett okkur í spor þess fólks sem er í samninganefndum stéttarfélaga og á við fulltrúa ríkisstjórnarinnar í samninganefnd ríkisins. Við vitum hvernig það er að reyna að nálgast þetta fólk, við vitum hversu vonlaust það er að ná samtali og hversu ólíklegt það er að einhver hlusti. Sú staða sem núna er uppi á íslenskum vinnumarkaði, sú staða sem uppi er í íslensku heilbrigðiskerfi, er sjálfskaparvíti þessarar ríkisstjórnarinnar, sjálfskaparvíti sem einkennist af hroka og skeytingarleysi og fullkomnu virðingarleysi fyrir vinnuframlagi fólks sem vinnur inni í kerfum sem við eigum öll saman, sem stuðla að því að grunnstoðir samfélagsins haldi. Að setja þetta mál á dagskrá með þessum hætti er svívirða.