144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:37]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Fyrst þetta mál er komið á dagskrá þingsins er mér alveg að meinalausu að við ræðum það eins lengi og mögulegt er. Og það er ekki rétt að skaðinn sé raunverulega skeður af því að við hér á þinginu getum rætt þetta mál eins lengi og þörf er á.

Aftur á móti til að tryggja að sá skaði hefði ekki orðið sem orðinn er í heilbrigðiskerfinu, sem er að sjálfsögðu orðinn vegna þess að þessi ríkisstjórn hefur vanrækt það annars vegar að fara af stað eins og talað var um í upphafi þessa kjörtímabils — aðilar vinnumarkaðarins voru ekki í stjórninni — hefði þurft öflugan ramma að norrænni fyrirmynd um farsæla gerð kjarasamninga. En það hefur ríkisstjórnin vanrækt. Ef sá rammi væri fyrir hendi værum við eflaust ekki hérna. Þetta var allt saman fyrirséð þannig að það er ekki hægt að kenna hjúkrunarfræðingum og heilbrigðisstarfsmönnum um stöðu sjúklinga. En ókei, það verður orðræðan þannig að ég ætla bara að varpa fram hugmynd: Ég bið fólk í samfélaginu að vera lausnamiðað. Skoðum hvort hægt væri að setja lög á verkföll einn dag í einu, en þingið mundi alltaf þurfa að koma saman og samþykkja ný lög þannig að þessi samkunda og ráðherrarnir mundu þurfa að (Forseti hringir.) koma hingað aftur og aftur og aftur og eiga þetta samtal. Það er bara hugmynd, verum lausnamiðuð. Talið saman. (Forseti hringir.) Ég er búinn að viðra þessa hugmynd við framkvæmdastjóra og (Forseti hringir.) formann Félags hjúkrunarfræðinga. Finnum lausnir.