144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:38]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það er mikið áhyggjuefni að það er helst að ríkisstjórnin geti gengið fram af festu og alvöru þegar hún er að troða vondum ákvörðunum sínum ofan í kokið á þinginu. Við skulum muna að þær kjaradeilur voru að hefjast á öllum vinnumarkaðnum, þ.e. sem stjórnarflokkarnir ætla að setja lög á núna, lýstu ekki bara stéttarfélögin og verkalýðshreyfingin yfir vantrausti á ríkisstjórnina heldur jafnframt Samtök atvinnulífsins. Við erum komin í þessa stöðu út af fullkomnu vantrausti á ríkisstjórnina.

Það batnar ekkert þó að við stöndum hér fram eftir kvöldi. Það eina sem mun leysa þá deilu sem nú er uppi um grunnstoð samfélagsins, heilbrigðiskerfisins, er stóraukið fé þar inn. Næturfundir hér leysa ekki þann vanda.