144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:42]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég gleymdi að nefna eitt hérna áðan og það er lykilatriðið. Það er hægt að leysa þessa deilu en það kostar peninga. Það kostar kannski 4 milljarða að leysa læknadeiluna fyrir 800 stöðugildi. Hér er um að ræða 1.600 stöðugildi sem kostar kannski 3,6 eða einhvers staðar á milli 3 og 4 milljarða. Það er bara spurning um að forgangsraða peningum sem landsmenn vilja fá í þennan málaflokk. Það mundi vera lausn fyrir 1. flokks heilbrigðiskerfi.

Eru þessir peningar til? Við erum í raun með hallalaus fjárlög upp á 3,4 milljarða. Við erum að leysa höft og í kjölfar þeirra aðgerða verður svigrúm vegna minni vaxtagreiðslu samkvæmt frumvarpinu upp á rúma 7 milljarða. Við höfum þetta svigrúm.