144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

lengd þingfundar.

[14:50]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil lýsa undrun minni og óánægju með að forseti hafi ekki rætt það við þingflokksformenn hvernig eigi að haga málum hér, þar á meðal lengd þingfundar. Ég spyr forseta hvort hann telji ekki ósætti í þingsal vera nægilegt. Auðvitað á hæstv. forseti að ræða þetta við forustuna í þinginu áður en borin er upp slík tillaga, ég tala nú ekki um þegar ástandið er eins og það er. Ég fer þess á leit við forseta að hann dragi til baka þessa tillögu um atkvæðagreiðslu um lengd þingfundar. Ef árangur næst ekki í umræðu við forustu þingsins á eftir getur hann komið með tillöguna inn í þingið en hann verður að minnsta kosti að gera tilraun til að ná sátt um umgjörð þessarar umræðu, forseti, það er lágmarkskrafa.