144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[15:16]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að byrja á að taka fram að við í Samfylkingunni erum alfarið á móti þessari lagasetningu, en nú er þetta frumvarp hér til umræðu engu að síður. Mig langaði til að spyrja hæstv. ráðherra út í það hvort samningarnir sem gerðir voru við lækna í upphafi ársins falli undir forsendurnar sem nota á í gerðardómi. Það er talað um kjör þeirra sem sambærilegir geta talist að menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Megum við ekki ganga út frá því að þarna sé einnig verið að vísa til læknasamninganna? Ef ekki, þá spyr ég ráðherra hvort ríkisstjórnin telji kvennastéttirnar ekki verðugar þess að fá sambærileg kjör og það sem hingað til hefur verið skilgreint sem karlastéttin í heilbrigðiskerfinu.