144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[15:17]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessari grein er meðal annars fjallað um það að gæta þurfi að stöðugleika efnahagsmála. Í því ljósi að hér hafa verið gerðir samningar við yfir 100 þús. aðila á vinnumarkaði hlýtur það að vera þannig að við samningsgerð við aðra taki menn tillit til þess sem þar er og því verði ekki raskað. Þar fyrir utan skal taka tillit til menntunar, starfa, vinnutíma og ábyrgðar og eftir atvikum kjarasamninga og almennrar þróunar kjaramála. Skýrara getur þetta varla verið.