144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[16:04]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Auðvitað er það þannig að allsherjar- og menntamálanefnd mun fara vel yfir þetta mál og ræða meðal annars þau atriði sem hv. þingmaður bendir á. En það er eitt í máli þingmannsins sem mig langaði að fá aðeins dýpri skilning á. Hér er gert ráð fyrir að gerðardómur verði skipaður þremur mönnum sem tilnefndir verða af Hæstarétti. Þetta er ekki einsdæmi. Þegar kjaradeilur eða lög hafa verið sett á kjaradeilur þar sem við koma fleiri en eitt félag hefur sú leið verið valin í einhverjum tilfellum. Telur hv. þingmaður einhverja sérstaka galla á því? Gáfust þau fordæmi ekki vel? Eru einhverjar sérstakar ástæður fyrir því að þingmenn úr flokki hv. þingmanns, sem er formaður flokks, tala mjög mikið um þetta atriði í umræðunni?