144. löggjafarþing — 128. fundur,  12. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er alltaf matsatriði nákvæmlega til hvaða viðmiðunartímabils eigi að horfa og ég held að það sé ágætlega rökstutt í greinargerð með þessu máli hvers vegna þessu er stillt upp svona. En hér vilja menn bera saman kjaraþróun lækna og annarra stétta og þá má með sama hætti vísa í eitthvert tímabil og spyrja: Hvaða tímabil er þá sanngjarnt að nota til viðmiðunar? Eigum við að taka tíu ára tímabil og bera saman kjaraþróun lækna annars vegar og kjaraþróun hjúkrunarfræðinga hins vegar eða annarra starfsmanna?

Áður en við vitum niðurstöðuna getum við þá sammælst um að kjaraþróun lækna sé sú að þeir hafi ekki fengið neitt umfram það sem hjúkrunarfræðingar hafa fengið sé ósanngjarnt að hjúkrunarfræðingar bæti sér kjörin þannig núna að þeir taki fram úr læknum? (Gripið fram í.) Um hvað eigum við að vera sammála? Eigum við sem sagt að vera sammála um að kjörin hafi þróast með sambærilegum hætti síðustu tíu ár eða eigum við að ganga út frá því að annar þurfi að hafa tekið fram úr hinum eða verðum við að nota eitthvert styttra tímabil? Ég segi, skoðum bara þetta tíu ára tímabil, skoðum það. Ég held að mönnum komi nokkuð mikið á óvart hvernig sú mynd lítur út þrátt fyrir læknasamningana.