144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[17:31]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað segi ég ofuráhersla þegar menn hafa ekki viljað breyta einhverju sem lagt hefur verið til að verði breytt. Við höfum lagt til breytingar á þessu í nefndinni og því hefur verið hafnað af meiri hluta nefndarinnar. Þess vegna sagði ég þetta. Ef maður hafnar einhverju þá lít ég svo á að lögð sé ofuráhersla á að halda einhverju inni óbreyttu.

Ég ætla að taka orð formanns nefndarinnar fyrir því að hér sé allt undir og að þetta sé eingöngu undirgrein og skipti þar af leiðandi litlu máli í hinu stóra samhengi og meira máli skipti sú túlkun nefndarinnar að þarna sé allt undir, þ.e. opinberir samningar sem gerðir hafa verið á undanförnum missirum.