144. löggjafarþing — 129. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:34]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði hörmum þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja í fjórða sinn til lagasetningu á verkfallsaðgerðir launafólks. Hér er um að ræða stjórnarskrárvarinn rétt fólks til að berjast fyrir kaupi sínum og kjörum og því um að ræða gríðarlegt inngrip í kjarabaráttu launafólks. Þetta hlýtur að vekja spurningar um forgangsröðun þessarar ríkisstjórnar sem boðar enn frekari skattalækkanir sama dag og hún leggur til lagasetningu á verkfallsaðgerðir starfsmanna ríkisins.

Við í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði leggjumst gegn þessari tillögu.