144. löggjafarþing — 130. fundur,  13. júní 2015.

kjaramál félagsmanna tiltekinna stéttarfélaga BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

798. mál
[18:57]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þingmenn Pírata skora á ríkisstjórnina og þingmenn meiri hlutans að vísa þessu máli frá, en að sjálfsögðu munu þeir ekki verða við því. Ég vildi óska þess að það hefði verið hægt að koma við þeim breytingartillögum sem minni hlutinn óskar eftir því þær mundu gera þessi ólög aðeins skárri. En ég skora á þingmenn — ég veit að sjálfsögðu að það mun enginn verða við þeirri áskorun frekar en fyrri daginn hjá meiri hlutanum þegar maður kemur með tillögur að úrbótum, en ég vona að þingmenn meiri hlutans geri sér grein fyrir því hvað þeir eru að gera hér í dag.