144. löggjafarþing — 131. fundur,  15. júní 2015.

uppsagnir í heilbrigðiskerfinu.

[15:37]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það vildi ég að ríkisstjórn Íslands talaði af meiri virðingu fyrir störfum þeirra stétta sem verið var að setja lög á. Ég get tekið undir það með hæstv. ráðherra að ég ber mikið traust til stjórnenda heilbrigðisstofnana á Íslandi en geta þeirra til að takast á við vandann er takmörkuð. Hæstv. fjármálaráðherra hefur haldið því fram hér að við höfum sagt að það ætti að semja og fallast á allar kröfur launafólks. Við höfum sagt að það þurfi að semja. Við höfum aldrei tekið afstöðu til þess hvernig þeir samningar eiga nákvæmlega að líta út. Við höfum bara sagt að það verði að finna niðurstöðu því að málið sé svo alvarlegt. Hræðir það ekki hæstv. ráðherra að gerðardómur sé settur fram með nákvæmlega sömu forskrift og tilboð ríkisins var á (Forseti hringir.) 24 samningafundum og var alltaf hafnað? Telur hann að þessar stéttir muni sætta sig við slíka niðurstöðu?