144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

Varamenn taka þingsæti.

[15:03]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hefur bréf frá hv. 5. þm. Suðurk., Páli Jóhanni Pálssyni, um að hann geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Eins og tilkynnt var á vef Alþingis tók því sæti á Alþingi 18. júní sl. 1. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Fjóla Hrund Björnsdóttir.

Fjóla Hrund Björnsdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa.

Borist hafa tvö bréf frá formanni þingflokks Framsóknarflokksins, annars vegar um að Gunnar Bragi Sveinsson, 1. þm. Norðvest., geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 2. varamaður á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, Anna María Elíasdóttir, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll, og hins vegar um að Karl Garðarsson, 8. þm. Reykv. s., geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti á Alþingi 1. varamaður á lista í kjördæminu, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir.

Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Bjartrar framtíðar um að Björt Ólafsdóttir geti ekki sinnt þingmennsku á næstunni. Í dag tekur því sæti 2. varamaður á lista í kjördæminu, Eldar Ástþórsson, en 1. varamaður á lista í kjördæminu hefur boðað forföll.

Anna María Elíasdóttir, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir og Eldar Ástþórsson hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa að nýju.