144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

áætlun um þinglok.

[15:09]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf):

Virðulegu forseti. Ég vil taka undir þakkir til þeirra sem stóðu að vel heppnuðum hátíðarfundi og hátíðarhöldum í tilefni 100 ára kosningarréttar kvenna á föstudaginn og um helgina og opnu húsi hér. Ég vil líka taka undir beiðni um að sett verði starfsáætlun fyrir sumarþingið. Ég held reyndar að það væri vel hægt ef menn vildu að setjast niður og ná samkomulagi um að ljúka þinginu. Það eru nokkur álitamál sem standa í fólki og væri vel hægt að leysa og koma í farveg ef vilji væri fyrir hendi. Ég held að það að ekkert hefur verið fundað í sex daga sýni að það er enginn vilji til þess að gera nokkuð af því tagi. Þá skulum við horfast í augu við veruleikann. Þá verðum við bara að funda hérna í sumar, þessi mál þurfa væntanlega öll tíma í umræðunni (Forseti hringir.) og þá verðum við auðvitað að gera einhverja starfsáætlun. Það er nú bara kurteisi við þingheim.