144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

áætlun um þinglok.

[15:28]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mikið er málflutningur hæstv. fjármálaráðherra dapurlegur. Ótrúlega dapurlegur. Sér í lagi þegar horft er á verklag hans á síðasta kjörtímabili þegar kom að því að vera í stjórnarandstöðu. Ég get ekki skilið það, forseti, að hér er ákveðið að setja svona ákveðna „pónýstund“ í gang þegar allt var í háalofti í síðustu viku til þess að gefa fólki kost á að tala saman, en allt kemur fyrir ekki. Ekki hefur nokkur einasti stjórnarliði haft samband við okkur í Pírötum né við aðra flokka stjórnarandstöðunnar. Mér finnst það miður því að ég veit að forseti var að reyna að gefa rými til þess að við mundum finna lausn á þeim djúpstæðu deilum sem hér eru á Alþingi. En í staðinn fyrir að horfast í augu við sinn þátt í þessu þá kýs hæstv. fjármálaráðherra að setja ofan í við okkur þingmenn minni hlutans. (Forseti hringir.) Ég vil bara minna á að við tókum (Forseti hringir.) á móti mjög umfangsmiklu og stóru máli þrátt fyrir að það kæmi allt of seint til þingsins. (Forseti hringir.) Mér finnst bara að hæstv. fjármálaráðherra megi skammast sín.