144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

ný starfsáætlun.

[16:28]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Það er eðlilegt að taka undir þær óskir sem fram hafa komið um að hér sé starfað eftir einhvers konar áætlun. Það verður nú að gilda um þingið eins og stofnanir ríkisins almennt að hér sé áætlun um starfsemina, einhver stefna um með hvaða hætti haga skuli starfseminni og hvenær ljúka eigi einstökum atriðum, eins og gildir um þær stofnanir sem ríkið fer með forræði fyrir. Eftir höfðinu dansa limirnir og það kann ekki góðri lukku að stýra ef þingið á að hanga hér í lausu lofti án þess að nokkur viti hvað fram undan er, hvernig áætlunin er um starfsemi þess. Því er ástæða til að hvetja forseta til þess að vinda bráðan bug að því að leggja hér fram starfsáætlun fyrir það sumarþing sem hafið er.