144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

ný starfsáætlun.

[16:29]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef engan áhuga á því að búa í lala-landi með hæstv. forseta. Ég vil fara fram á að forseti segi okkur hvernig þingstörfum verði hagað hér í sumar þannig að við getum þá átt samtal við fjölskyldur okkar, vegna þess að það vill nú bara þannig til að við erum líka fólk, við eigum fjölskyldur. Ég á fjögur börn sem ég er búin að gefa ýmis loforð varðandi sumarið og ég get þá farið að endurskipuleggja þau plön með þeim. Það eina sem við erum að biðja um er: Settu starfsáætlun af stað sem fyrst svo við getum farið að gera áætlanir inn í sumarið, vegna þess að svona gengur þetta ekki.

Það getur vel verið að stjórnarmeirihlutanum þyki alveg æðislega töff að sýna okkur að hann geti nú haldið þinginu í einhverjum undarlegheitum inn í haustið ef hann vill. Já, já, við erum öll búin að ná því. En, virðulegi forseti, settu samt starfsáætlun þannig að hér sé unnið eftir einhverju plani. Þetta er algerlega fyrir neðan allar hellur. Ég bið hæstv. forseta (Forseti hringir.) að koma sér inn í veruleikann til okkar (Forseti hringir.) hinna út úr lala-landinu sem hann býr í.