144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

efling tónlistarnáms.

791. mál
[17:42]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka ráðherranum svarið. Það sem mig langaði til að ræða áfram varðar varasjóð húsnæðismála. Hann kom inn sem hluti af verkefnum síðast, þ.e. hann var öllu heldur tekinn. Núna hafa sveitarfélög úti á landi af þessu áhyggjur, ég veit að þau hafa rætt það og bókað í sínum fundargerðum. Það sem mér finnst sérstakt við þetta er að hér erum við að tala um milljarða á fjáraukalögum þessa árs. Við erum að tala um milljarða sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að setja á fjárauka þessa árs, m.a. með þeim tillögum sem ríkisstjórnin lagði fram um daginn, vegamálum o.fl. Hér erum við að tala um 30–60 milljónir yfir áramótin, að það skuli ekki vera hægt að setja það til viðbótar inn, þó að ég sé ekki endilega að mæla með því þá virðist ekki vera hægt að setja það inn hér, þessar litlu fjárhæðir skipta sveitarfélögin miklu meira máli þegar upp er staðið, eins og ég sagði áðan þegar ég nefndi mismuninn á söluverði og lánum og svo (Forseti hringir.) að það virðist þurfa að taka úr þessu.