144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:36]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Svo er að sjá að ríkisstjórnin vilji breyta hér þingvenjum á þann veg að þing starfi allan ársins hring í venjulegu ári. Það kallar á að menn marki því einhvern ramma, setji ramma um með hvaða hætti þingið á þá að starfa fyrst taka á upp þessa siði. Það er þess vegna eðlilegt að þingmenn flytji hér tillögur um hvernig þeir vilja sjá dagskrána, hvaða mál þeir vilja taka hér til umræðu í stað þess að taka einhliða við umfjöllunarefnum frá ríkisstjórninni eins og dagskrá dagsins í dag ber með sér að vera.