144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:38]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þingstörfin eru hér í algerri upplausn og við erum að slá met að því er varðar lengd þings sem ekki er á kosningaári, þ.e. við höfum ekki séð svona langt þing, haustþing hefjast og halda síðan áfram inn á sumar síðan 1985. Það er staðan hér. Hér er verið að sprengja venjur og það endurspeglar stjórnleysið sem er svo fullkomið hérna. Ég bið þingmenn um að hugsa vel sinn gang þegar við leitumst eftir því hér að koma þeim skikki á þingstörfin á morgun að við höfum hér þrjár sérstakar umræður þar sem verið er að fjalla um áríðandi og mikilvæg mál og væri líka, í ljósi mótmæla hér fyrir utan, rétt að ræða til viðbótar tóman túlkasjóð sem heyrnarlausir nýta sér í gegnum táknmálið.