144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:50]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér væla og skæla þingmenn stjórnarandstöðunnar, því miður. Þetta málæði sem hefur gripið um sig hér á þessu vorþingi er engu líkt. (Gripið fram í.)Ég ætla ekki að fara að rifja upp þá klukkutíma og þá daga sem hafa farið í fundarstjórn forseta. Nú er nýjasta trikkið hjá stjórnarandstöðunni að leggja fram dagskrárbreytingartillögu á hverjum einasta degi til að geta eytt einum til tveimur klukkutímum í að ræða um atkvæðaskýringu.

Dagskrárliðir þingsins eru misnotaðir dag eftir dag eftir dag af þessu fólki. Kvartað er yfir því að ekki sé hægt að semja og Framsóknarflokknum (Gripið fram í.)kennt um það. Virðulegi forseti. Ég vísa þessum orðum til föðurhúsanna því að það er upp á stjórnarandstöðuna að koma með raunhæfar lausnir vilji hún semja (Gripið fram í.) á annað borð, [Háreysti í þingsal.] vilji hún (Gripið fram í.)á annað borð semja um þinglok, (Forseti hringir.) vilji hún á annað borð semja um þinglok. (Forseti hringir.) Þetta er (Gripið fram í.)óviðunandi ástand, virðulegi forseti.