144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:55]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér er að dragast upp sú mynd að hér er töluvert stór ábyrgur meiri hluti í þinginu sem er stjórnarandstaðan og Sjálfstæðisflokkurinn sem er reiðubúinn til þess að ganga til samninga um að ljúka þingi, en í hvert skipti sem maður sér til lands í þeim leiðangri þá dúkkar upp einhver framsóknarmaður með eitthvert vesen. Þetta er búið að endurtaka sig allnokkuð oft og er því miður ekki okkar vandamál heldur framsóknarmanna sjálfra. Það er augljóst að þeirra vandi er víðtækur og varðar stöðu þeirra á hinu pólitíska litrófi í samtali við kjósendur sína sem eru margir hverjir á flótta undan sínum gjörðum vorið 2013 og auðvitað (Gripið fram í.) þeirri stöðu að Framsóknarflokkurinn er búinn að týna sínu erindi. Það er ekki okkar að finna út úr því hvert það er, en það er sannarlega framsóknarmanna að finna það og þeir hafa fundið sjálfsmyndina um sinn (Forseti hringir.) í því að vera upp á kant við samstarfsflokkinn í hverju málinu á fætur öðru.