144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[18:59]
Horfa

Steingrímur J. Sigfússon (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég held að þetta sé góð tillaga og það væri áhugaverð tilraun að hafa einn dag þar sem með góðum undirbúningi væru rædd mikilvæg mál sem eru uppi í samfélaginu núna, sjá hvort það gæti ekki verið til bóta frekar en að halda þessu rugli áfram. Það er auðvitað alveg ljóst og er nokkuð síðan það kom fram að ýmsir þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins höfðu löngun í sumarþing, marglýstu því yfir að þeir sæju gjarnan fyrir sér að við yrðum hérna í sumar. Það er hins vegar líka ljóst að Framsóknarflokkurinn er alveg einn á báti í þeim efnum að vilja ekki semja og vandinn orðinn einangraður við Framsókn. Við eigum eftir að sjá síðan og verður fróðlegt að sjá hvað Framsókn hefur svo upp úr þessu, hver uppskeran verður af markvissum tilraunum Framsóknarflokksins til þess að stýra þessu inn í sumarþing. Það er nú stutt í pilsnerfylgið. En hvenær fór þetta svona, herra forseti? Þetta fór svona þegar forseti valdi því miður að setja á dagskrá ófriðartillögu (Forseti hringir.) meiri hluta atvinnuveganefndar um rammann. Hvað eyddum við miklu í það? (Forseti hringir.) Hálfum mánuði, tveimur og hálfri viku? Síðan hefur þetta verið svona. (Forseti hringir.) Þannig að það verða nú margir að líta hér í eigin barm.