144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[19:00]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég get ekki annað en komið hér upp í annað sinn undir dagskrárliðnum um atkvæðagreiðslu. Það er hreint með ólíkindum hvernig þingmenn tala hér um tæplega 100 ára gamlan flokk, Framsóknarflokkinn, og hæstv. forsætisráðherra Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Þetta er þinginu mjög til vansa og ég lýsi því yfir úr þessum ræðustól, virðulegi forseti, að persónuhatrið og eineltið hér innan húss núna er mun verra en það var á síðasta kjörtímabili og það náði nýjum hæðum þá. Það er mjög alvarlegt [Kliður í þingsal.] í hvaða stöðu þingið er komið. Síðasta kjörtímabil var barnaleikur hjá þessum sömu þingmönnum stjórnarandstöðunnar sem voru í stjórn þá, sem þó náðu kjöri, margir þeirra voru kosnir af þingi sem betur fer fyrir þingið. Þetta er ekki hægt. Þetta gengur ekki lengur. Þetta er alvarleg staða sem er komin upp sem (Forseti hringir.) ætti að ræðast í forsætisnefnd og ég ætla líka að segja sérstaklega að (Forseti hringir.) þessar árásir á forseta þingsins eru ógeðfelldar.