144. löggjafarþing — 134. fundur,  22. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[19:07]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þetta er mjög undarleg orðræða hér í þingsal og svolítið veruleikafirrt. Í fyrsta lagi er það þannig að við höfum verið að bíða eftir stórum málum ríkisstjórnar um til dæmis húsnæðismál. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði og við erum í raun og veru ekkert að taka á því. Við höfum verið boðin og búin að taka á þeim málum en frumvörpin komu mjög seint og voru ekki nægilega vel unnin. Síðan koma inn tvö stór mál frá fjármálaráðuneytinu og þau höfum við unnið samviskusamlega og ýtt öllu öðru til hliðar. Þau koma svo seint fram að það hefði verið mun heiðarlegra, forseti, ef stjórnarmeirihlutinn hefði viðurkennt að þau voru mjög sein með þessi mál og sett hlé á þingfund á meðan til þess að skapa frið. En hér er ófriður um mál, mjög mörg mál sem eru illa unnin, það er þannig. Síðan koma inn mál sem eru þannig að það á að taka af okkur réttinn til þess að fjalla eðlilega um þau. Mér finnst (Forseti hringir.) þessi umræða ekki til sóma fyrir meiri hlutann.