144. löggjafarþing — 135. fundur,  23. júní 2015.

orð þingmanna í garð hver annars.

[14:13]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það eru ákveðnir hlutir sem skipta máli sem felast í hinum óskráðu reglum þingsalarins, til dæmis að menn stunda ekki frammíköll eða inngrip þegar varaþingmenn koma hingað inn og flytja jómfrúrræður sínar. Eins er það að veitast ekki með efnislegri eða pólitískri gagnrýni að pólitískum andstæðingum sínum í þingsal þegar þeir hafa ekki tækifæri til þess að svara því, eins og gerðist hér áðan undir þessum lið. Þessi tvö atriði ætti hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson að taka til sérstakrar skoðunar.