144. löggjafarþing — 136. fundur,  24. júní 2015.

störf þingsins.

[15:33]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti tekur undir það með hv. þingmanni að það er auðvitað óviðunandi ef svör eru ekki fullnægjandi við fyrirspurnum hv. þingmanna. Forseti gerir sér ekki nákvæmlega grein fyrir hvaða valdheimildir hann hefur til að ganga eftir því að þeim spurningum sé svarað með öðrum hætti en gert hefur verið en mun beita sér í þessum efnum í þágu þingsins og þeirra upplýsinga sem óskað er eftir.