144. löggjafarþing — 136. fundur,  24. júní 2015.

uppbygging innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka.

800. mál
[17:17]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er í lið um fundarstjórn forseta, er um fundarstjórn forseta. Ef við ætlum að breyta þessu núna, og það ákveðum við sjálf, og taka umræðu á milli okkar í fundarstjórn forseta erum við búin að snúa þessum þingsköpum algjörlega á haus.

Ég er algjörlega tilbúinn til þess að ræða við hv. þingmann um það sem ég sagði hér áðan og ég get farið nákvæmlega í það í ræðu á eftir. En gjöra svo vel, þessi liður er um fundarstjórn forseta, (Gripið fram í.)virðulegi forseti. Og ef við ætlum — (Gripið fram í.) Virðulegi forseti. Það er gjammað hér fram í. (Forseti hringir.)

(Forseti (SilG): Ræðumaður hefur orðið.)

Hv. þm. Róbert Marshall gjammar fram í og segir að hv. þingmaður geti ekki svarað fyrir sig. Reyndar er það þannig að allir þingmenn geta (Gripið fram í.)beðið um orðið. Og það liggur alveg fyrir, ég sagði það skýrt, að ég ætla að taka umræðu um þetta. Hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir getur eins og aðrir þingmenn beðið um orðið. Hv. þingmaður getur sömuleiðis farið í andsvar við mig þegar ég held ræðu á eftir. Ég vil hvetja hv. þingmenn til að bera örlitla virðingu fyrir því vinnulagi sem er í þinginu.

(Forseti (SilG): Forseti minnir hv. þingmenn á að ræðumaður hefur orðið hverju sinni.)