144. löggjafarþing — 137. fundur,  25. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:32]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Eins og tilkynnt var á þingfundi í gær hefur forseta borist dagskrártillaga sem er svohljóðandi:

„Við undirrituð gerum það að tillögu okkar í samræmi við 1. mgr. 77. gr. þingskapalaga að dagskrá næsta fundar verði svohljóðandi:

1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.

2. Staðan á vinnumarkaði, munnleg skýrsla forsætisráðherra.

3. Sérstakar umræður um verðtryggingu. Málshefjandi er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og til andsvara verður forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

4. Sérstakar umræður um fyrirhugaðar skattbreytingar og jöfnuð í samfélaginu. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon og til andsvara verður fjármála- og efnahagsráðherra, Bjarni Benediktsson.

5. Sérstakar umræður um öryggi sjúklinga í kjölfar fjöldauppsagna heilbrigðisstarfsfólks. Málshefjandi er Jón Þór Ólafsson og til andsvara verður heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson.

Við óskum eftir því að þessi tillaga verði borin upp til afgreiðslu í samræmi við áðurnefnda grein þingskapa.“

Undir þetta bréf rita Katrín Júlíusdóttir, Jón Þór Ólafsson og Lilja Rafney Magnúsdóttir.