144. löggjafarþing — 137. fundur,  25. júní 2015.

dagskrá næsta fundar.

[10:39]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Bjartri framtíð lögðum fram ósk um það síðastliðið haust að fá að ræða í sérstakri umræðu tjáningarfrelsið á Íslandi í ljósi nýlegra dóma fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í málsókn blaðamannsins Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu. Frá því að við lögðum þá beiðni fram hefur hún unnið eitt mál í viðbót fyrir Mannréttindadómstólnum. Það er í rauninni alveg sjálfsagður réttur og sjálfsögð krafa þegar menn halda dagskrá hér áfram mörgum vikum eftir að starfsáætlun þingsins hefur lokið sem felur í sér að menn hafi tiltekinn rétt, að það sé bara á hlið stjórnarmeirihlutans, þ.e. stjórnarmál séu á dagskrá dag eftir dag en í engu tekið tillit til minni hlutans og óskar hans um að fá að ræða tiltekin mál sem upp koma í samfélaginu öðruvísi en að það sé undir liðnum Störf þingsins (Forseti hringir.) eða um fundarstjórn forseta. Þetta er sjálfsögð ósk sem hér er borin fram.