144. löggjafarþing — 137. fundur,  25. júní 2015.

makrílfrumvarpið.

[10:58]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Hvað getur maður sagt í þessari umræðu? Í fyrsta lagi, ramminn hefur verið umdeildur. Já, það er ágætt að menn kannist við að hann hafi verið tekinn hér í gíslingu. Ég er enginn ræðukóngur fyrri þinga, ef menn vilja fletta þeim upp þá er það tiltölulega einfalt. Við höfum beitt okkar rétti í þinginu til þess að vera erfiðir í málum á fyrri þingum, já, en ég vil líka tala mjög skýrt um það hvaða breytingar þurfa að eiga sér stað. Við erum til dæmis sammála um að það væri gott að mál mundu lifa milli þinga, ég og hv. þingmaður, en kannski ekki alveg sammála um hvað breytingar þurfi að gera til þess að það nái fram að ganga.

Ég hef margoft tekið fram að það er þakkarvert að góð samstaða sé um málsmeðferðina fyrir haftamálið, margoft tekið það fram, það er mjög mikilvægt, það er jákvætt, en mér finnst hins vegar umræðan sem hefur verið hér í dag um að einhver þvergirðingsháttur sé hjá stjórnarflokkunum varðandi það að taka sérstakar umræður eða annað, mér finnst hún á algerum villigötum. (Gripið fram í: Tókstu ekki eftir því?)