144. löggjafarþing — 137. fundur,  25. júní 2015.

fyrningarfrestur í gjaldþrotaskiptum.

[11:17]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherranum kærlega fyrir svarið. Mér finnst það skipta máli vegna þess að fólk hefur verið óöruggt og skilur þetta ekki alveg og segir: Þetta er bráðabirgðaákvæði, á að endurskoða það eða hvað er í gangi? Nú hefur ráðherrann lýst því hér skilmerkilega yfir að ekki standi til að breyta þessu ákvæði og ef það verður gert verði það gert með breytingu á lögum sem hlýtur þá að taka sinn tíma eins og gengur og verður þá gert með einhverjum fyrirvara. Ég fagna þessari skýlausu yfirlýsingu frá ráðherranum. Ég get alla vega svarað þeim sem hafa spurt mig og bent þeim á þessa yfirlýsingu ráðherrans. Ég þakka fyrir svarið.