144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

tilhögun þingfundar.

[10:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill vekja athygli hv. þingmanna á því að atkvæðagreiðslur verða kl. 10.30 á eftir.

Jafnframt vill forseti geta þess að búast má við að þingfundur standi fram á kvöld og er um það samkomulag milli þingflokka.