144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

vistvæn vottun matvæla.

[10:24]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Það er í raun og veru óbreytt staða, má segja að það sé millibilsástand, vistvæn vottun eins og hún var skilgreind á sínum tíma. Það sem ég sagði í fyrri ræðu minni var að íslensk landbúnaðarframleiðsla stenst þær kröfur sem þar eru. Það er hins vegar ekki ásættanlegt að ekki sé opinbert eftirlit með einhverri opinberri vottun og að því er unnið. Mér finnst ekki ólíklegt að niðurstaðan verði sú að hin opinbera vottun verði lögð af en aðilar gætu eftir sem áður nýtt sér þessa vörumerkingu svo fremi að þeir uppfylli ákveðin skilyrði og séu betri en einhverjir aðrir á markaðnum. Sú vinna er einfaldlega í gangi.