144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

lokafjárlög 2013.

528. mál
[10:47]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Lokafjárlög ársins 2013 bera vitni um þau þáttaskil sem urðu í ríkisfjármálum eftir hrun. Árið 2009 var ríkissjóður í mínus upp á 151 milljarð kr. í lok ársins 2009 en í lok ársins 2013 voru þar aðeins 700 milljónir í mínus. Eitt helsta verkefni vinstri stjórnarinnar var að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs og það tókst, en það tókst auðvitað með aðstoð ríkisstarfsmanna sem sáu til þess að halda uppi þjónustu ríkisins og með fólkinu í landinu. Því ber að fagna, lokafjárlög 2013 bera þessu vitni.