144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:13]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Sigrún Magnúsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka formanni umhverfis- og samgöngunefndar fyrir orð hans. Þar sem beðið er um að við séum hér mjög skýrmælt þá er alveg rétt að ég nefndi við þingflokksformann Framsóknarflokksins að um þessa dagsetningu hefði verið rætt sem og aðra ef mögulegt væri, svo ég held ég taki það fram hér í þriðja sinn, varðandi vinnu nefndarinnar. Ég vildi ekki taka algerlega fram fyrir hendur nefndarinnar en ég bið hv. formann umhverfis- og samgöngunefndar að virða það samkomulag sem var rætt með öðrum nefndarmönnum í síðustu viku og reyna að hraða þannig vinnu á haustdögum að það náist að afgreiða þetta mál 15. nóvember. Til að hliðra til fyrir því mun frumvarpið komast í hendur nefndarinnar hið allra fyrsta.