144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:21]
Horfa

Haraldur Einarsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra fyrir að leiðrétta þetta. Ég tel að þessi breyting, sem við ætlum þá að gera frá áramótum svo að þetta lendi ekki í þeim klasa sem gæti orðið eins og hér er nú, þ.e. að við mundum klára þetta fyrir 15. nóvember og setja þá pressu á nefndina, sé jákvæð.

Ég hlakka til þeirrar vinnu sem nefndin fær í þeim efnum. Tveir mánuðir eins og ég sagði áðan er feikilegur tími fyrir nefndina til að ljúka málinu.