144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:31]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hefði nú búist við því að hæstv. ráðherra hefði sem flutningsmaður þessa máls forsendur til að svara varðandi fylgiskjöl um málið, sérstaklega þegar um er að ræða umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytis við það. Er hæstv. ráðherra ekki með það á hreinu hvort gert var ráð fyrir náttúruverndarlögum í fjárlögum síðasta árs, þótt vissulega hafi annar hæstv. ráðherra gegnt embætti umhverfis- og auðlindaráðherra þá? Væri ekki rétt að ráðherra kynnti sér það áður en við fáum úr því skorið hvort lögum um náttúruvernd hafi í raun aldrei verið ætlað að taka gildi á þessu ári, eins og þessi umsögn fjármála- og efnahagsráðuneytisins bendir til?