144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:47]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Fyrir okkur sem sitjum úti í sal þá er þetta mál farið að líta hálfruglingslega út. Hv. þm. Róbert Marshall fór eigi að síður vel yfir sögu málsins og skýrði það svolítið. Ég á ekki sæti í nefndinni. Ég er áhugamaður um þetta mál og hef fylgst með því frá upphafi. Ég tel að það færi vel á því að við settum lögin í framkvæmd sem allra fyrst, en spurning mín til hv. þingmanns er þessi: Telur hann að frumvarpið sem hæstv. ráðherra mælti fyrir og með þeim umbúnaði sem á því var í framsögu hæstv. ráðherra sé brot á samkomulaginu sem gert var í gær?