144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[11:48]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og málið er lagt fram þá er gert ráð fyrir því að gildistöku laganna sé frestað til 1. janúar 2016. Í samkomulagi þingflokksformanna og forseta felst að gerð verði sú breyting á málinu að gildistökunni verði frestað til 15. nóvember. Þannig að nei, það felur það ekki endilega í sér, breytingin á eftir að eiga sér stað og verður gerð hér væntanlega í umhverfis- og samgöngunefnd áður en málið kemur til framhaldsumræðu í þinginu.