144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:26]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er nákvæmlega það sem ég er að tala um. Við verðum að gefa okkur tíma til að klára málið. Það sem ég benti á, í ljósi reynslu minnar af þingstörfum í að verða áratug, að það gerist því miður mjög oft og oftar en ekki að þingstörf tefjast af ýmsum ástæðum. Þess vegna benti ég á að 15. nóvember væri kannski heldur knappur tími.

Ég held að það sé allt í lagi að benda á það að samsæriskenningar um að aldrei hafi staðið til að klára málið, að það sé ekki vilji o.s.frv. séu algerlega úr lausi lofti gripnar. Það sem skiptir öllu máli er efnisleg umræða. Við eigum að einbeita okkur að henni og vera ekki að ásaka hvert annað og gruna um græsku, uppnefna fólk eða annað því um líkt. Aðalatriðið er að við búum til náttúruverndarlög sem er eins mikil sátt um og hægt verður að ná.