144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:28]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er yfirleitt en kannski ekki alltaf tengdur raunveruleikanum, finnst mér a.m.k. Ég var ekki að tala um það í ræðu minni að við ættum að kalla eftir miklum umsögnum um þetta mál. Ég nefndi það ekki. Ég vona að hv. þingmaður hafi verið að hlusta á það sem ég var að tala um. Þegar við fáum málið til umsagnar í umhverfis- og samgöngunefnd verður kallað eftir umsögnum um þá fimm liði sem við skildum eftir og verður væntanlega breytt.

Ég vil spyrja hv. þingmann: Telur hann sig bundinn af því samkomulagi sem við gerðum í umhverfis- og samgöngunefnd um að gildistöku málsins 1. júlí yrði frestað?