144. löggjafarþing — 138. fundur,  29. júní 2015.

náttúruvernd.

751. mál
[12:40]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég reyndi mitt besta til að svara spurningu hv. þingmanns. Það er þannig í fjárlagavinnunni að bæði stjórn og stjórnarandstaða velta fyrir sér hlutum sem eiga að vera þar inni og einnig ýmsu sem ekki á að vera þar inni. Ég veit ekki ástæður þess af hverju þessu var hagað svona en ég minnist þess ekki að einhverjar athugasemdir hafi verið gerðar við fjárlögin að þessu leyti þrátt fyrir töluvert miklar umræður, en það getur vel verið að mér skjátlist um þetta atriði.

Þetta snýr ekki að umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta snýr ekki að efnishlið þeirra náttúruverndarlaga sem hér eru til umræðu, á engan hátt. Mér þykir reyndar leitt að hv. þingmaður (Forseti hringir.) skyldi ekki hafa svarað mér varðandi tímamörkin (Forseti hringir.) vegna þess að ég hefði gjarnan viljað heyra hvort hann sé ekki sammála því að (Forseti hringir.) það sé betra að vinna þetta mál í rólegheitum í staðinn fyrir að hafa þennan þrönga ramma.